fbpx

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir til Víkings

11. júlí 2024 | Knattspyrna
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir til Víkings
Bergþóra á samtals 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 1 mark

Knattspyrnudeild Víkings og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir hafa gert samning þess efnis um að Bergþóra leiki með liðinu út tímabilið 2025 í Bestu deild kvenna.

Bergþóra kemur til Víkings úr atvinnumennsku frá sænska úrvalsdeildarliðinu KIF Örebro, þar sem hún spilaði 20 leiki með liðinu. Þar á undan spilaði Bergþóra með Breiðablik upp alla yngri flokkana og árin 2020-2023 í meistaraflokki.

„Bergþóra er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem við teljum að muni smella vel inn í liðið okkar. Hún er að koma heim frá Svíþjóð reynslunni ríkari, tilbúin í slaginn með okkur framundan í Bestu deildinni.”

John Andrews þjálfari Meistaraflokks

Vertu hjartanlega velkomin í Hamingjuna Bergþóra Sól. ❤️🖤