Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi mfl. kvk Víkings. Jón er með UEFA A þjálfaragráðu og kemur inn í teymið með mikla reynslu en hann hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli.

Jón er uppalinn í FH og steig sín fyrstu skref í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Einnig hefur hann þjálfað kvennalið Fylkis, karlalið Víkings Ó og Hattar. Í Noregi þjálfaði hann liðið Klepp IL í efstu deild kvenna og eftir 3 ára dvöl þar færði hann sig til karlaliðs Stord. Jón hefur einnig starfað í akademíu hjá Total Football Club í Texas.

Knattspyrnudeild Víkings bindur miklar vonir við Jón Pál og nýja þjálfarateymið og hlakkar til baráttunnar sem framundan er.

Vertu hjartanlega velkominn í Hamingjuna Jón! ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar