Mótsmiðasala á heimaleiki Víkings í Sambandsdeild Evrópu
14. október 2024 | KnattspyrnaKæru Víkingar. Í október, nóvember og desember eru framundan 3 risastórir heimaleikir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Heimavöllur Hamingjunnar flyst tímabundið á Kópavogsvöll dagana 24.október, 7.nóvember og 12.desember.
Fyrirkomulag miðasölu er aðeins frábrugðið því sem við þekkjum frá heimaleikjum í undankeppni Sambandsdeildarinnar en nú verða til sölu svokallaðir „Mótsmiðar“ sem gilda þá á alla 3 heimaleiki Víkings í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en aðeins 304 slíkir miðar eru í boði og verða þeir allir í hólfi A.
- Mótsmiði fyrir fullorðna kostar 5.990 (3 leikir) og 990 fyrir börn (3 leikir).
- Stakur miði á 1 leik mun kosta 3.000 og 500 fyrir börn.
Ársmiðahafar Víkings fá SMS með hlekk kl 12:00 á morgun, þriðjudaginn 15.október og miðasala fer fram í gegnum Stubb.
Almenn mótsmiðasala hefst svo kl. 12:00, miðvikudaginn 16.október og endar á miðnætti sama kvöld, að því gefnu að þeir seljist ekki upp til ársmiðahafa.
Almenn miðasala á leikinn gegn Cercle Brugge hefst svo kl. 12:00 á föstudag, 18.október.