Mótsmiðasala á heimaleiki Víkings í Sambandsdeild Evrópu

Kæru Víkingar. Í október, nóvember og desember eru framundan 3 risastórir heimaleikir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Heimavöllur Hamingjunnar flyst tímabundið á Kópavogsvöll dagana 24.október, 7.nóvember og 12.desember.

Fyrirkomulag miðasölu er aðeins frábrugðið því sem við þekkjum frá heimaleikjum í undankeppni Sambandsdeildarinnar en nú verða til sölu svokallaðir „Mótsmiðar“ sem gilda þá á alla 3 heimaleiki Víkings í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en aðeins 304 slíkir miðar eru í boði og verða þeir allir í hólfi A.

  • Mótsmiði fyrir fullorðna kostar 5.990 (3 leikir) og 990 fyrir börn (3 leikir).
  • Stakur miði á 1 leik mun kosta 3.000 og 500 fyrir börn.

Ársmiðahafar Víkings fá SMS með hlekk kl 12:00 á morgun, þriðjudaginn 15.október og miðasala fer fram í gegnum Stubb.

Almenn mótsmiðasala hefst svo kl. 12:00, miðvikudaginn 16.október og endar á miðnætti sama kvöld, að því gefnu að þeir seljist ekki upp til ársmiðahafa.

Almenn miðasala á leikinn gegn Cercle Brugge hefst svo kl. 12:00 á föstudag, 18.október.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar