Víkingur slítur viðræðum við Norrköping

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings hefur hafnað tilboði sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping í Arnar Gunnlaugsson þjálfara meistaraflokks karla. Jafnframt hefur félagið slitið viðræðum við sænska félagið. Eftir viðræður síðustu daga kom í ljós að töluvert bar á milli félaganna. Arnar Gunnlaugsson hefur skilað félaginu frábæru starfi undanfarin ár og framundan er spennandi og mikilvægt tímabil fyrir okkur Víkinga.

Víkingur.is óskaði eftir viðbrögðum frá Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víking

„Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari.“

Gleðileg jól kæru Víkingar og takk fyrir ómetanlegan stuðning á árinu.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Páskanámskeið BUR Handbolta

Lesa nánar