Viktor Bjarki nýr yfirþjálfari

Eins og áður hefur komið fram mun Elías láta af störfum í lok október. Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ráðningu Viktors Bjarka Arnarssonar í starf yfirþjálfara en hann mun hefja störf í byrjun október.

Viktor Bjarki er velkunnugur Víkingum enda spilaði hann upp yngri flokka félagsins áður en að hann var keyptur til Utrecht í Hollandi aðeins 16 ára gamall. Viktor kom til baka til Víkings árið 2004 og spilaði í Landsbankadeildinni með ungu liði félagsins sem innihélt m.a. Kára og Sölva. Viktor spilaði svo aftur í Víkingstreyjunni sumarið 2006 og var valinn leikmaður ársins í efstu deild. Í kjölfarið var hann seldur í atvinnumennsku til Lilleström í Noregi, í annað sinn frá Víking. Viktor kom svo aftur til félagsins 2015 og lék með liðinu í 3 tímabil í efstu deild.

Viktor spilaði alls 210 leiki í efstu deild karla, 75 af þeim fyrir Víkingsliðið og lék 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Viktor lauk leikmannaferli sínum sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK og gerðist í kjölfarið aðstoðarþjálfari karlaliðs þeirra og afreksþjálfari. Síðastliðin tvö ár hefur Viktor starfað sem yfirþjálfari hjá KR en hann hefur lokið KSÍ þjálfaragráðu A.

Við bjóðum Viktor innilega velkominn heim til Víkings og hlökkum til samstarfsins.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar