Víkingur nær samkomulagi um kaup á Gunnari Vatnhamar

Víkingur hefur komist að samkomulagi við Víking í Götu um kaup á varnarmanninum Gunnari Vatnhamar. Gunnar er 28 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem hefur alla tíð leikið í Færeyjum með Víkingi í Götu.

Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017.

Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 29 leiki fyrir þjóð sína.

Gunnar Vatnhamar er væntanlegur til landsins á næstu dögum og áætlar félagið að kynna hann formlega sem leikmann Víkings í lok vikunnar.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar