fbpx

Víkingur – lið ársins 2021.

16. desember 2021 | Knattspyrna
Víkingur – lið ársins 2021.
Íslands- og bikarmeistarar 2021. Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Lið meistaraflokks Víkings í knattspyrnu, karla, hefur verið valið lið ársins 2021 af Reykjavíkurborg.

Það skal engan undra enda liðið tvöfaldur meistari, Íslands- og bikarmeistari. Liðið var skemmtileg blanda af reynslumiklum leikmönnum, þar á meðal, tveir uppaldir leikmenn sem voru að spila sitt síðasta tímabil og hafa nú lagt skóna á hilluna, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottensen og yngri leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér,  en í þeim hópi eru 4 strákar sem hafa spilað með U21 landsliði Íslands á árinu, einn af þeim, Kristall Máni Ingason, var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi 2021. Auk þess var í liðinu markahæsti leikmaður Íslandsmótsins, og leikmaður ársins í Pepsi deildinni á þessu tímabili, Nikolaj Hansen en hann skoraði 16 mörk í 21 leik.

Liðið spilaði árangursríkan og skemmtilega fótbolti undir styrkri stjórn Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins.

Við óskum liðinu og öllum Víkingum innilega til hamingju.

Frá afhendingu íþróttafólks og liðs ársins í Reykjavík 2021.