Íslands- og bikarmeistarar 2021. Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Víkingur – lið ársins 2021.

Lið meistaraflokks Víkings í knattspyrnu, karla, hefur verið valið lið ársins 2021 af Reykjavíkurborg.

Það skal engan undra enda liðið tvöfaldur meistari, Íslands- og bikarmeistari. Liðið var skemmtileg blanda af reynslumiklum leikmönnum, þar á meðal, tveir uppaldir leikmenn sem voru að spila sitt síðasta tímabil og hafa nú lagt skóna á hilluna, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottensen og yngri leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér,  en í þeim hópi eru 4 strákar sem hafa spilað með U21 landsliði Íslands á árinu, einn af þeim, Kristall Máni Ingason, var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi 2021. Auk þess var í liðinu markahæsti leikmaður Íslandsmótsins, og leikmaður ársins í Pepsi deildinni á þessu tímabili, Nikolaj Hansen en hann skoraði 16 mörk í 21 leik.

Liðið spilaði árangursríkan og skemmtilega fótbolti undir styrkri stjórn Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins.

Við óskum liðinu og öllum Víkingum innilega til hamingju.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Páskanámskeið BUR Handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Umspil: Víkingur vs Selfoss – Fyllum Safamýrina

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Andela Jovanovic ráðin rekstrarstjóri Víkings

Lesa nánar