Víkingur er að hefja starfssemi í Safamýrinni

Víkingur í Safamýri – Upplýsingapóstur

Kæru hverfisbúar,

Það er með mikilli ánægju að staðfesta til ykkar að frá og með þessari viku hefur Víkingur formlega tekið við mannvirkjum í Safamýri og um leið sem nýja hverfisfélagið ykkar.
Við erum afar stolt að fá þetta hlutverk og við lofum að við munum vinna á einlægan máta með ykkur hverfisbúum á öllum aldri að skapa mjög öflugt og fjölbreytt íþróttastarf í Safamýri og hverfinu og um leið veita góða þjónustu til ykkar allra og vera til staðar.

Í samvinnu Víkings og Reykjavíkurborgar munu mannvirkin í Safamýri fara núna í úttekt, tiltekt og viðhald að innan sem utan. Nýjar merkingar munu koma á mannvirkin á næstu vikum.  Við reiknum með að þessi vinna taki 2-3 vikur og stefnum við á að opna endurbætt mannvirki í Safamýri frá og með mánudeginum 22/08 næstkomandi eða á sama tíma og nýtt skólaár er að hefjast.  Ráðnir hafa verið starfsmenn í húsið.

Nýr rekstrarstjóri er Guðbjörg Hjartardóttir og er hún með netfangið [email protected]

Félagið mun eiga fundi áður en nýtt skólaár hefst með hverfisskólunum og leiksskólunum hverfisins.  Þá eru fyrirhugaðir fundir með foreldrafélögum skólanna snemma í september.

Nýjar æfingatöflur munu verða kynntar fyrir nýtt skólaár á miðlum félagsins.  Einnig erum við að undirbúa Hverfishátíð í ágúst og munum við staðfesta og auglýsa hana nánar síðar.

Þá ætlum við að hafa upplýsingafund fyrir hverfið í kringum næstu mánaðarmót.  Tímasetning staðfest sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri Víkings í Safamýri –
Jón Gunnlaugur Viggósson með síma 697-7892 og netfangið hans er [email protected].

Við hlökkum til að vinna með ykkur öllum.

Með bestu kveðjum,
Björn Einarsson
Formaður Víkings

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar