Víkingar í landsliðsverkefnum!
13. október 2021 | KnattspyrnaÞeir Atli Barkarson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Kristall Máni Ingason og Viktor Örlygur Andrason spiluðu allir með U21 landsliðinu okkar í leik Íslands og Portúgals, sem fram fór í Víkinni í gær. Leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgal en þetta var mjög flottur leikur hjá U21 landsliðinu og í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki náð að skora mark í leiknum, slík voru færin. Markvörður Portúgal átti sannkallan stórleik.
Atli og Kristall spiluðu allan leikinn. Viktor lék 67 mínútur og Karl Friðleifur kom inn sem varamaður undir lok leiksins.
Kwame Quee var jafnframt í verkefni með landsliði Sierra Leone sem mætti Gambíu, Suður-Súdan og Marokkó. Kwame bar fyrirliðabandið í leiknum gegn Marokkó og skoraði mark Sierra Leone í 1-2 tapi í gær.
Þá hefur Pablo Punyed verið með landsliði El Salvador. Liðið hefur spilað gegn Panama og Kosta Ríka. Í fyrri leiknum lék Pablo rúman hálftíma. Liðið á leik í nótt gegn Mexíkó, sem fram fer á Estadio Cuscatlán í San Salvador.
Leikmennirnir verða í eldlínunni með Víkingi á laugardaginn þegar fram fer úrslitaleikur Mjólkurbikars karla. Ertu með miða? Miðasalan er á TIX.is!
Áfram Víkingur!