Vigdís Hauksdóttir ráðin fjármálastjóri Víkings

Vigdís Hauksdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu sem fjármálastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Í starfi fjármálastjóra mun Vigdís m.a. sinna uppgjöri, reikningshaldi og fara með fjárreiður einstakra deilda sem og félagsins í heild. Vígdís, sem er 44 ára gömul, hefur aflað sér víðtækrar reynslu af rekstri og á sviði fjármálastjórnunar, lengst af hjá Arion Banka og hjá Stefni. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Vigdís hefur einnig verið hluti af ýmsum stjórnum eða ráðum íþróttafélaga á undanförnum árum og hefur frá árinu 2018 setið í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Víkings.

Ráðning Vigdísar er hluti af þeirri metnaðarfullu vegferð sem Knattspyrnufélagið Víkingur er á. Félagið hugsar hátt og mun reynsla og þekking Vígdísar nýtast afar vel í næstu skrefum félagsins. Við bjóðum Vígdísi hjartanlega velkomna á skrifstofu Víkings.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar