Vigdís Hauksdóttir ráðin fjármálastjóri Víkings

Vigdís Hauksdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu sem fjármálastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Í starfi fjármálastjóra mun Vigdís m.a. sinna uppgjöri, reikningshaldi og fara með fjárreiður einstakra deilda sem og félagsins í heild. Vígdís, sem er 44 ára gömul, hefur aflað sér víðtækrar reynslu af rekstri og á sviði fjármálastjórnunar, lengst af hjá Arion Banka og hjá Stefni. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Vigdís hefur einnig verið hluti af ýmsum stjórnum eða ráðum íþróttafélaga á undanförnum árum og hefur frá árinu 2018 setið í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Víkings.

Ráðning Vigdísar er hluti af þeirri metnaðarfullu vegferð sem Knattspyrnufélagið Víkingur er á. Félagið hugsar hátt og mun reynsla og þekking Vígdísar nýtast afar vel í næstu skrefum félagsins. Við bjóðum Vígdísi hjartanlega velkomna á skrifstofu Víkings.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar