U16 ára landslið kvenna á UEFA Development Tournament

18. maí 2022 | Knattspyrna
U16 ára landslið kvenna á UEFA Development Tournament
Katla nr. 1, Bergdís nr. 6 og Sigdís nr. 7

U16 ára landslið kvenna spilaði 3 leiki á UEFA Development Tournament sem fór fram í Portúgal dagana 11.-18. maí

Víkingar áttu 3 glæsilega fulltrúa í U-16 ára landslið kvenna en þær Katla Sveinbjörnsdóttir, Sigdís Bárðardóttir og Bergdís Sveinsdóttir voru valdnar í liðið sem hélt til Portúgals dagana 11.- 18. Maí til að taka þátt í UEFA Development Tournament.

U16 kvenna spilaði alls 3 leiki á mótinu en fyrsti leikur liðsins var gegn heimakonum í Portúgal þar sem Katla byrjaði leikinn í markinu og Bergdís byrjaði leikinn sem fyrirliði liðsins en Sigdís byrjaði leikinn á bekknum en kom inná í hálfleik og kláraði leikinn með liðinu sem fór 2-1 fyrir Portúgal.

Seinni leikur liðsins var gegn Spánn þar sem Sigdís og Bergís byrjuðu báðar leikinn en Katla byrjaði leikinn á bekknum en í seinni hálfleik á var gerð markmannsskipting þar sem Kötlu var skipt inná og spilaði hún seinustu 15. Mín leiksins.

Seinsti leikur liðsins fór svo fram í gær þar sem Ísland mætti Austurríki í hörku lokaleik en víkingarnir Bergdís Sveinsdóttir , Katla Sveinbjörnsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir voru allar í byrjunarliði Íslands í gær og stóðu sig frábærlega. Sigdís Eva skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og leiddi Ísland 1-0 í hálfleik. Austurríki skoruðu næstu tvö mörk leiksins, á 62. og 73. mínútu, áður en Bergdís jafnaði leikinn með stórglæsilegu skoti af löngu færi sem fór í slánna og inn. Austurríki tryggði sér svo sigurinn á 89. mínútu og endaði leikurinn 3-2 fyrir Austurríki.

Víkingar geta verið stoltir af þessum frábæru stelpum sem stóðu sig með prýði á mótinu og er framtíðin svo sannarlega björt. Þessar stelpur eru einnig að taka sín fyrstu skref með meistaraflokki Víkings og hvetjum við alla til að kíkja á völlinn!

Mynd: Liðsmynd fyrir leik Íslands gegn Austurríki

Áfram Víkingur!