Katla nr. 1, Bergdís nr. 6 og Sigdís nr. 7

U16 ára landslið kvenna á UEFA Development Tournament

U16 ára landslið kvenna spilaði 3 leiki á UEFA Development Tournament sem fór fram í Portúgal dagana 11.-18. maí

Víkingar áttu 3 glæsilega fulltrúa í U-16 ára landslið kvenna en þær Katla Sveinbjörnsdóttir, Sigdís Bárðardóttir og Bergdís Sveinsdóttir voru valdnar í liðið sem hélt til Portúgals dagana 11.- 18. Maí til að taka þátt í UEFA Development Tournament.

U16 kvenna spilaði alls 3 leiki á mótinu en fyrsti leikur liðsins var gegn heimakonum í Portúgal þar sem Katla byrjaði leikinn í markinu og Bergdís byrjaði leikinn sem fyrirliði liðsins en Sigdís byrjaði leikinn á bekknum en kom inná í hálfleik og kláraði leikinn með liðinu sem fór 2-1 fyrir Portúgal.

Seinni leikur liðsins var gegn Spánn þar sem Sigdís og Bergís byrjuðu báðar leikinn en Katla byrjaði leikinn á bekknum en í seinni hálfleik á var gerð markmannsskipting þar sem Kötlu var skipt inná og spilaði hún seinustu 15. Mín leiksins.

Seinsti leikur liðsins fór svo fram í gær þar sem Ísland mætti Austurríki í hörku lokaleik en víkingarnir Bergdís Sveinsdóttir , Katla Sveinbjörnsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir voru allar í byrjunarliði Íslands í gær og stóðu sig frábærlega. Sigdís Eva skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og leiddi Ísland 1-0 í hálfleik. Austurríki skoruðu næstu tvö mörk leiksins, á 62. og 73. mínútu, áður en Bergdís jafnaði leikinn með stórglæsilegu skoti af löngu færi sem fór í slánna og inn. Austurríki tryggði sér svo sigurinn á 89. mínútu og endaði leikurinn 3-2 fyrir Austurríki.

Víkingar geta verið stoltir af þessum frábæru stelpum sem stóðu sig með prýði á mótinu og er framtíðin svo sannarlega björt. Þessar stelpur eru einnig að taka sín fyrstu skref með meistaraflokki Víkings og hvetjum við alla til að kíkja á völlinn!

Mynd: Liðsmynd fyrir leik Íslands gegn Austurríki

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar