fbpx

Tómas Þórisson lánaður til Njarðvík

27. febrúar 2023 | Knattspyrna
Tómas Þórisson lánaður til Njarðvík

Miðjumaðurinn Tómas Þórisson hefur verið lánaður til Njarðvíks út keppnistímabilið 2023.

Tómas er 20 ára gamall og hefur leikið upp alla yngri flokka Víkings og lék 3 leiki með meistaraflokk Víking á síðustu leiktíð.

Tómas kemur úr efnilegum hóp leikmanna úr akademíu Víkings og fær hann mikilvægan spilatíma með Njarðvík í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Við óskum Tómasi góðs gengis á komandi tímabili.