Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna
2. febrúar 2025 | KnattspyrnaÞað er með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Róbert Orri Þorkelsson (2002) hefur skrifað undir samning við félagið út árið 2027.
Róbert er varnarmaður og er alinn upp hjá Aftureldingu þar sem hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki. Hann lék einnig með Breiðablik áður en hann fór til CF Montréal í Kanada og lék þar 21 leik með liðinu í bandarísku MLS-deildinni árin 2021-2023. Í fyrra var hann svo á láni hjá norska liðinu Kongsvinger.
Róbert á að baki fjóra landsleiki með A landsliði Íslands og 17 leiki með U-21 landsliðinu, þar sem hann var fyrirliði. Því til viðbótar lék hann 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála, orðið.
Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin.
Gefum Sölva Ottesen, þjálfara Víkings, orðið.
Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumensku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni.
Knattspyrnudeild Víkings býður Róbert hjartanlega velkominn í Hamingjuna! ❤️🖤