Óskar Örn ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks karla

Knattspyrnudeild Víkings hefur ráðið Óskar Örn Hauksson sem styrktarþjálfara meistaraflokks karla. Óskar er menntaður íþróttafræðingur frá HR og útskrifaður úr ÍAK styrktarþjálfunámi frá Keili.

Óskar er leikjahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann á samtals 19 tímabil í efstu deild og spilaði samtals 373 leiki og skoraði í þeim 88 mörk. Samtals á Óskar 23 ár í meistaraflokki og hefur spilað 709 leiki samtals og skorað í þeim 197 mörk.

 „Það er ánægjulegt og spennandi fyrir félagið að hafa samið við Óskar Örn sem nýjan styrktarþjálfara. Óskar þarf ekki mikla kynningu en hann er einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi svo það er frábært að fá hann inn í teymið. Það hefur verið lítil hreyfing í þjálfarateyminu hjá okkur undanfarin ár og alltaf gott að fá nýjar raddir inn.“

  • Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

 „Ég er mjög spenntur fyrir því að taka við starfi styrktarþjálfara karlaliðs Víkings og starfa með frábæru þjálfarateymi félagsins. Liðið hefur stimplað sig inn sem eitt besta lið Íslandsögunnar þannig það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að taka þátt í að viðhalda þeim frábæra árangri.“

  • Óskar Örn, nýr styrktarþjálfari Víkings

Knattspyrnudeild Víkings býður Óskar Örn innilega velkominn til félagsins!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar