Oliver Ekroth

Oliver Ekroth er mættur í Víkina

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa samið við varnarmanninn öfluga Oliver Ekroth, en hann kemur til félagsins frá Svíþjóð eftir að hafa leikið með Degerfors IF í Allsvenskan á síðasta tímabili.

Oliver er þrítugur miðvörður með mikla reynslu, en hann hefur leikið í efstu þremur deildum Svíþjóðar á sínum ferli sem leikmaður.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings: „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Oliver. Það var leitað lengi að réttum leikmanni, ekki eingöngu réttum leikmanni fótboltalega séð heldur einnig réttum karakter sem er hungraður í að koma og hjálpa okkur í að verja báða titla og standa okkur vel í Evrópu. Oliver var fyrirliði í liði í Allsvenskan, var þrisvar sinnum í liði vikunnar á tímabilinu og fær góð meðmæli“.

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings er afar ánægð með að hafa fengið Oliver til félagsins og er sannfærð um að hann muni reynast mikill liðsstyrkur á komandi tímabili.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar