fbpx

Miðasala á leikinn gegn Breiðablik

21. október 2024 | Knattspyrna
Miðasala á leikinn gegn Breiðablik

Kæru Víkingar, vikurnar verða vart stærri en sú sem framundan er. Við byrjum á fyrsta heimaleik okkar í sögunni í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudag gegn Cercle Brugge og svo endum við vikuna á hreinum úrslitaleik um Bestu deildar skjöldinn 2024.

Miðasalan á leikinn gegn Club Brugge er komin af stað og hægt er að kaupa miða hér og byrja vetrarfríið með stæl!

Miðasalan á leikinn gegn Breiðablik fer svo af stað kl. 12:00 á morgun, þriðjudaginn 22.október og fyrirkomulagið er sem hér segir.

  • 12:00 – ársmiðahafar fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku.
  • 13:00 – ársmiðahafar fá sent SMS hlekk á miðasölu í stæði.
  • 14:00 – almenn miðasala til Víkinga hefst, séu miðar enn til.

Miðasala til stuðningsfólks Breiðabliks fer fram hjá Breiðablik.

ATH! Ekki senda hlekkinn áfram því hann er eingöngu hægt að nota einu sinni!

Miðaverð í stúku er 3.500
Miðaverð í stæði er 3.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn.

ATH! Mikilvægt að hafa í huga

  • Ársmiðahafar eru ekki með frátekna miða í kerfinu.
  • Hver ársmiðahafi getur nálgast 4 miða í hvorum söluglugga.
  • Sækja þarf ársmiða og ganga frá kaupum í þessum 2 gluggum kl. 12:00 og/eða 13:00.
  • Ekki er hægt að færa árskort milli aðganga hjá Stubb.
  • Ef ársmiðahafi er með fleiri en 1 árskort á sínum aðgangi er hægt að sækja fleiri en einn miða á leikinn í sömu aðgerð.
  • Ekki er hægt að komast inn á völlinn nema að hafa miða og gildir það einnig um iðkendur í yngri flokkum Víkings.
  • Stúkumiðar eru allir skilgreindir sem fullorðinsmiðar.
  • Ársmiðahafar þurfa að auðkenna símanúmerið sitt áður en þeir komast inn, ef það er ekkert árskort skráð á símanúmer þá kemstu ekki inn.
  • Við mælum með almenningssamgöngum sem eru mjög góðar í kringum Víkina og öðrum lausnum eins og Hopp.

Að lokum þá hefur Stubbur útbúið frábærar leiðbeiningar með mjög skýru kennslumyndbandi sem fer í gegnum ferlið frá a til ö.

Smelltu hér til að skoða.

Hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn og sunnudaginn! Áfram Víkingur ❤️🖤