Hafdís Bára og Linda Líf framlengja út árið 2025

4. janúar 2024 | Knattspyrna
Hafdís Bára og Linda Líf framlengja út árið 2025
Linda Líf & Hafdís Bára

Knattspyrnudeild Víkings og Linda Líf Boama hafa framlengt samning sinn út tímabilið 2025. Linda kom „heim“ aftur í Víking í janúar 2023 og átti frábært tímabil með Víking í fyrra, þar sem liðið vann alla þá titla sem liðið keppti um (Lengjubikarinn, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina ).  Í haust var síðan Linda valin í U-23 landslið Íslands þar sem hún lék 2 vináttuleiki gegn Marokkó.

Linda er frábær sóknarmaður sem býr yfir einstökum hæfileikum, hraða og styrk og erum við Víkingar afar ánægð með að hafa framlengt við Lindu út árið 2025.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir og knattspyrnudeild Víkings hafa einnig framlengt samning sinn út tímabilið 2025. Hafdís Bára kom til liðsins haustið 2021 og hefur frá þeim tíma spilað 51 leik fyrir liðið og skorað í þeim 13 mörk og vann með liðinu alla þá titla sem boði voru árið 2023.

Við erum mjög ánægð að framlengja samning okkar við Hafdísi, hún er leikmaður sem hefur átt mjög góð ár fyrir Víking og vonum að hún haldi áfram á sömu braut í Bestu-deildinni í sumar

Áfram Víkingur!