Landsliðshópar valdir
7. febrúar 2023 | KnattspyrnaKSÍ hefur tilkynnt nokkra yngri landsliðshópa til æfinga á næstu dögum og á Víkingur nokkra fulltrúa.
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hóp sem æfir dagana 15.-17. febrúar. Hjalti Freyr Ólafsson, leikmaður 3. flokk karla hefur verið valinn í hópinn.
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum 14.-16. febrúar. Anika Jóna Jónsdóttir, leikmaður 3. flokk kvenna hefur verið valinn í hópinn.
Þá hefur Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 13.-15. febrúar. Gísli Gottskálk Þórðarsson, leikmaður meistaraflokk karla hefur verið valinn í hópinn.
Víð óskum leikmönnunum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis.