Knattspyrna
HK/Víkingur fór þar með uppfyrir bæði Keflavík og Fjölni og í áttunda sæti deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.
Barna- og unglingaráð Víkings hafa ráðið Helga Kristjánsson sem þjálfara 4. flokks kvenna fyrir starfsárið 1. október 2008 til 30. september 2009. Helgi er mikill Víkingur og hefur þjálfað yngri flokka hjá Víkingi til fjölda ára, en hefur verið í leyfi síðastliðið eitt ár.

Það er mikill fengur fyrir 4. flokk að fá Helga sem þjálfara, þar sem reyndir þjálfarar eru ekki á hverju strái. Fyrsta æfing stelpnanna verður mánudaginn 6. október á Fylkisvelli kl. 18-19.30.
Það verða 3 æfingar í viku í vetur, en unnið er að skipulagningu tíma í samráði við nýjan þjálfara.

Helgi býr í Hjallalandi 27 og síminn hjá honum er 822 20 28 og tölvupóstur .
Lilja Dögg Valþórsdóttir 26 ára knattspyrnukona hefur gengið til liðs við lið HK/Víkings í Landsbankadeildinni.

Hún hefur hefur u
ndanfarin ár verið leikmaður KR. Þá á hún frækinn feril í bandarísku háskóladeildinni þar sem hún lék sem framherji en undanfarin ár hefur hún leikið sem varnarmaður.
Víkingsstelpur gerðu góða ferð á Pæjumótið á Siglufirði um helgina sem leið, 8.-10. ágúst. Alls tóku 56 hressar stelpur þátt í keppni 5., 6. og 7. flokks. Sjö lið voru send til keppni, tvö í 5. flokki, þrjú í 6. flokki og tvö í 7. flokki. Öll liðin stóðu sig vel og fjögur af þeim höfnuðu í verðlaunasæti. Lið 6. flokks C varð Pæjumótsmeistari og lið 6. flokks B, 7. flokks A og 7. flokks B náðu öll 2. sæti. ÁFRAM VÍKINGSSTELPUR!

Anna Kristín Gunnlaugsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við barna- og unglingaráð Vikings. Hún mun þjálfa 8., 7. og 6. flokka kvenna.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna