Knattspyrna

Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku. Á ferlinum hefur hann unnið sjö stóra titla á Norðurlöndunum og í Kína. Hann hefur spilað 29 A landsleiki og 11 U21-árs landsleiki.  Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings hefur ráðið 2 nýja yfirþjálfara til starfa sem taka við af Luka Kostic sem lét af störfum núna í október. Einar Guðnason verður yfirþjálfari drengja og Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari stúlka.

40 vinningsnúmer  voru dregin út í happdrætti á herrakvöldi Víkings á föstudaginn. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Víkings frá 9-17 virka daga.

Víkingur áskilur sér rétt til þess að nýta þá vinninga sem ekki verða sóttir fyrir 1. desember n.k. Víkingur þakkar þeim sem tóku þátt í happdrættinu og vildu þannig styðja félagið. Áfram Víkingur!

 
Á málverkauppboðiðinu á herrakvöldi Víkings föstudaginn 3. nóvember verða margar glæsilegar myndir boðnar upp. Á meðal þeirra eru verk eftir Tolla, Einar G Baldvinsson, Jón Engilberts, Hauk Dór Sturluson og Kristján Davíðsson. Myndirnar má sjá hér:
 

Margrét Eva Sigurðardóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK/Víking.

Margrét Eva uppalin hjá félaginu og hefur verið lykilleikmaður í meistaraflokki síðastliðin tvö ár.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Margrét Eva leikið 68 meistaraflokksleiki fyrir HK/Víking en hún á einnig að baki 6 leiki með U19 liði Íslands.

Það er mikið ánægjuefni fyrir HK/Víking að Margrét Eva hafi endurnýjan samning sinn við félagið. HK/Víkingur varð deildarmeistari í 1.deild kvenna árið 2017 og spilar í efstu deild á næsta ári.  

Herrakvöld Víkings 

Árlegt Herrakvöld Víkings verður haldið í Víkinni í stóra salnum föstudaginn 3. nóvember.pjimage

Þetta verður án efa glæsilegasta Herrakvöld Víkings fram til þessa! 

Björn Bragi verður með uppistand fyrir gesti og Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi alþingismaður sér um veislustjórn af kunnri snilld.

Þetta er frábært tækifæri til að hitta gömlu félagana, nágrannana og vinina.
Einstök skemmtun - Miðasala á Tix.is

 _________________________________________________________________________________________

KVENNAKVÖLD VÍKINGS

Árlegt kvennakvöld Víkings verður haldið í Víkinni í stóra salnum laugardaginn 4. nóvember.

Kvennakvöldið í fyrra tókst einstaklega vel - maturinn og skemmtunin fóru fram úr björtustu vonum. 

Helga Braga sér um að kitla hláturtaugarnar að þessu sinni og Dj Nonni sér um leiftrandi danstónlist.
Glæsilegt smáréttahlaðborð frá Múlakaffi.

Veglegt happdrætti með stórglæsilegtum vinningum, svo sem gjafabréf frá Icelandair, ION Hótel og Hótel Selfossi.
Borðapantanir og fyrirspurnir sendist á 

TAKK FYRIR STUÐNINGINN Í SUMAR! 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna