Katla, Bergdís og Sigdís í U-19

14. mars 2024 | Knattspyrna
Katla, Bergdís og Sigdís í U-19
Frá vinstri : Katla, Sigdís og Bergdís

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í milliriðlum undankeppni EM 2024. Ísland er þar í riðli með Írlandi, Króatíu og Austurríki en leikið er í Króatíu dagana 1. til 10. apríl.

U19 landsliðið komst í lokakeppnina í fyrra en til að ná þeim árangri annað árið í röð þarf liðið að enda í efsta sæti riðilsins.

Í hópnum eru sem fyrr þrír leikmenn meistaraflokks kvenna :
Bergdís Sveinsdóttir
Sigdís Eva Bárðardóttir
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir

Knattspyrnudeild Víkings óskar þeim góðs gengis! Áfram Víkingur og áfram Ísland ❤️🖤

Hópurinn í heild er svohljóðandi

  • Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir Breiðablik
  • Margrét Lea Gísladóttir Breiðablik
  • Vigdís Lilja Kristjánsdóttir Breiðablik
  • Elísa Lana Sigurjónsdóttir FH
  • Harpa Helgadóttir FH
  • Margrét Brynja Kristinsdóttir FH
  • Margrét Rún Stefánsdóttir Grótta
  • Emelía Óskarsdóttir HB Köge
  • Katla Tryggvadóttir Kristianstads DFF
  • Eyrún Embla Hjartardóttir Stjarnan
  • Henríetta Ágústsdóttir Stjarnan
  • Jóhanna Elín Halldórsdóttir Selfoss
  • Katrín Ágústsdóttir Selfoss
  • Ísabella Sara Tryggvadóttir Valur
  • Bergdís Sveinsdóttir Víkingur R.
  • Sigdís Eva Bárðardóttir Víkingur R.
  • Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir Víkingur R.
  • Iðunn Rán Gunnarsdóttir Þór/KA
  • Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir Þór/KA
  • Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir Þróttur R.