Frá vinstri : Kári og Kári

Kári Sveinsson ráðinn sem styrktarþjálfari

Knattspyrnudeild Víkings hefur ráðið til sín Kára Sveinsson, en hann tekur við sem yfirstyrktarþjálfari knattspyrnudeildar. Kári er menntaður sjúkra- og fitnessþjálfari og kemur hann inn með mikla reynslu erlendis frá.
 
Síðustu ár hefur hann verið í þessu sama hlutverki hjá Häcken sem spilar í Allsvenskan, efstu deild í Svíþjóð. Frá og með áramótum kemur Kári í fullt starf og sér þá um meistarflokka karla sem og yngri flokka félagsins ásamt því að vera meistaraflokk kvenna innan handar.

Ráðningin er mikið framfararskref fyrir félagið í heild, en fram að áramótum mun Kári aðallega einbeita sér að því að stokka upp yngri flokka starfið í knattspyrnudeildinni. En ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið hann á meistaraflokksleikjum þar sem hann mun vera Óskari innan handar.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Óskar Borgþórsson til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Einar Guðnason tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Víkings og ársreikningar 2024

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Breytingar í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Dagbjört Lena ráðin Íþróttafulltrúi Víkings

Lesa nánar