Jón Gunnlaugur ráðinn íþróttastjóri Víkings í Safamýrinni

Jón Gunnlaugur hefur verið ráðinn íþróttastjóri Víkings í Safamýrinni

Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn sem nýr íþróttastjóri Víkings í Safamýri og mun hefja störf 1. apríl. Hann mun hafa skrifstofu í Safamýri og er ætlað að styrkja þjónustu við íbúa og iðkendur í hverfinu til mikilla muna. Framundan eru mikilvægir tímar varðandi endanlega innleiðingu Víkings í Safamýri og mun Jón Gunnlaugur leiða þá vinnu sem hefst strax í apríl.

Jón Gunnlaugur hefur undanfarin þrjú ár starfað hjá Víking sem yfirþjálfari Handknattleiksdeildar Víkings og þjálfari meistaraflokks karla í handbolta.

Hann hefur reynst okkur Víkingum vel og byggt upp öfluga Handknattleiksdeild á síðustu þremur árum þar sem iðkendum í deildinni hafa nær tvöfaldast.

Jón Gunnlaugur hafði á orði að hann væri afar spenntur fyrir komandi verkefnum í Safamýri og því að snúa sér að vinnu fyrir félagið í heild.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar