fbpx

Jón Guðni, Valdimar Þór & Pálmi Rafn semja við Víking

18. desember 2023 | Knattspyrna
Jón Guðni, Valdimar Þór & Pálmi Rafn semja við Víking

Knattspyrnudeild Víkings hefur tilkynnt komu þriggja leikmanna sem allir koma heim úr atvinnumennsku á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu.

Þeir Valdimar Þór & Pálmi Rafn hafa skrifað undir fjögurra ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Jón Guðni skrifað undir tveggja ára samning sem gildir út 2025

Jón Guðni er 34 ára varnarmaður sem kemur frá Hammarby í Svíþjóð en hann er að koma heim eftir 12 ára atvinnumannferil þar sem hann hefur spilað með liðum í Belgíu, Rússlandi og Svíþjóð. Jón Guðni á þá 18 leiki fyrir Íslenska A landsliðið og skorað eitt mark.

Valdimar Þór er 24 ára sóknarleikmaður sem getur leyst allar framliggjandi stöður á vellinum. Valdimar kemur heim eftir þrjú ár í Noregi þar sem hann spilaði með Strømsgotset og Sogndal. Valdimar á 2 leiki fyrir Íslenska A landsliðinu og 11 leiki fyrir U-21 landsliðið.

Pálmi Rafn er 20 ára gamall markmaður sem kemur heim eftir fjöggura ára dvöl með Wolves á Englandi þar sem hann hefur spilað með U18 ára liði félagsins og nú seinast sem aðalmarkmaður varaliðsins þar sem hann var fjórði markmaður aðalliðsins sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Það er mikið fagnarefni fyrir okkur Víkinga að fá þessa leikmenn í okkar raðir og mun þeir styrkja liðið mikið fyrir komandi átök í Bestu Deildinni og Meistaradeildinni.