Frá vinstri : Jóhanna Elín Halldórsdóttir og John Henry Andrews þjálfari Meistaraflokks kvenna.

Jóhanna Elín Halldórsdóttir til Víkings

Knattspyrnudeild Víkings og Jóhanna Elín Halldórsdóttir hafa gert samning þess efnis um að Jóhanna leiki með liðinu út tímabilið 2026 í Bestu deild kvenna.

Jóhanna kemur til Víkings frá Selfossi, þar sem hún braust inn í meistaraflokkinn árið 2022, þá aðeins 14 ára gömul. Hún lék alls 41 leik fyrir Selfoss í meistaraflokki og skoraði í þeim 1 mark. Jóhanna á einnig að baki 9 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 1 mark.

Þess má einnig geta að Jóhanna er í landsliðshóp fyrir Evrópukeppni U19 sem haldin verður á Spáni þann 26.nóvember til 4.desember. Þar hittir hún fyrir Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur, Bergdísi Sveinsdóttur, Freyju Stefánsdóttur og Sigdísi Evu Bárðardóttur. Víkingur á því 5 fulltrúa í þeim 20 leikmannahóp, flest allra liða.

Jóhanna er mjög spennandi ungur leikmaður með gríðarlegan metnað og passar vel inn í hugmyndafræði okkar. Bjössi þekkir hana mjög vel frá þeirra tíma saman hjá Selfossi og hún getur leyst margar stöður á vellinum enda mjög fjölhæfur leikmaður. Fylgist vel með þessu nafni, hún á eftir að setja mark sitt á Heimavöll Hamingjunnar. Vertu hjartanlega velkomin í Hamingjuna Jóhanna.  Áfram Víkingur 🔴⚫🇮🇸🙏

John Henry Andrews, þjálfari meistaraflokks kvenna

Það er því með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Jóhanna Elín Halldórsdóttir er nýr leikmaður Víkings.

Velkomin í Hamingjuna Jóhanna!


Jóhanna með foreldrum sínum við undirskrift samningsins

 


Jóhanna og John við undirskrift samningsins

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar