Jóhanna Elín Halldórsdóttir til Víkings
22. nóvember 2024 | KnattspyrnaKnattspyrnudeild Víkings og Jóhanna Elín Halldórsdóttir hafa gert samning þess efnis um að Jóhanna leiki með liðinu út tímabilið 2026 í Bestu deild kvenna.
Jóhanna kemur til Víkings frá Selfossi, þar sem hún braust inn í meistaraflokkinn árið 2022, þá aðeins 14 ára gömul. Hún lék alls 41 leik fyrir Selfoss í meistaraflokki og skoraði í þeim 1 mark. Jóhanna á einnig að baki 9 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 1 mark.
Þess má einnig geta að Jóhanna er í landsliðshóp fyrir Evrópukeppni U19 sem haldin verður á Spáni þann 26.nóvember til 4.desember. Þar hittir hún fyrir Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur, Bergdísi Sveinsdóttur, Freyju Stefánsdóttur og Sigdísi Evu Bárðardóttur. Víkingur á því 5 fulltrúa í þeim 20 leikmannahóp, flest allra liða.
Jóhanna er mjög spennandi ungur leikmaður með gríðarlegan metnað og passar vel inn í hugmyndafræði okkar. Bjössi þekkir hana mjög vel frá þeirra tíma saman hjá Selfossi og hún getur leyst margar stöður á vellinum enda mjög fjölhæfur leikmaður. Fylgist vel með þessu nafni, hún á eftir að setja mark sitt á Heimavöll Hamingjunnar. Vertu hjartanlega velkomin í Hamingjuna Jóhanna. Áfram Víkingur 🔴⚫🇮🇸🙏
John Henry Andrews, þjálfari meistaraflokks kvenna
Það er því með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Jóhanna Elín Halldórsdóttir er nýr leikmaður Víkings.
Velkomin í Hamingjuna Jóhanna!
Jóhanna með foreldrum sínum við undirskrift samningsins