Ársmiðar á tilboði út september!

Ársmiðar á alla heimaleiki handknattleiksdeildar Víkings verða á sérstöku tilboði út september 6.500 kr

Miðarnir gilda jafnt á kvenna og karlaleiki en sala þeirra fer fram í gegnum miðasöluappið Stubb.

Nánari upplýsingar og aðstoð við kaup og uppsetningu á Stubb er að finna á meðfylgjandi hlekk.

Áfram Víkingur!

Þeir sem fá árskort send eru þeir fyrstu sem fá nýja leið við að sækja sér miða í Stubbs appinu.
Með því bjóða upp árskort sem greiðsluleið eru skrefin eftirfarandi við notkun.

1. Tengja símanúmer (Stillingar á forsíðu, efst til hægri)

2. Velja viðburð

3. Veljið miða

4. Velja Árskortið sem greiðsluleið

5. Sækja frímiða með árskorti!

Núna ættir þú að þekkja hvernig það er að kaupa miða með árskorti.

Kortið sést svo undir: Stillingar á forsíðu – Kortin Mín

Ath. það er einungis hægt að kaupa einn ársmiða í einu, þannig ef það þarf að kaupa fleiri en einn miða, t.d. einn ársmiða og annan fyrir vin, þá þarf að gera það í tveimur skrefum.