Hafdís Bára

Hafdís Bara semur við Víking

Hafdís Bára sleit fyrstu fótboltaskónum vestur á Ísafirði og spilaði sína fyrstu leiki með BÍ/Bolungarvík og síðar með Vestra. Hún spilaði bæði með kvenna- og karlaliðum félagsins og þá lengst af eina stúlkan á meðal strákanna. Í festum flokkum var hún farin að spila áður en hún hafið formlega aldur til. Hún var enn á yngra ári 3 fl. þegar hún spilað sinn fyrst leik í 2 fl. og á yngst ári 2 fl. þegar hún spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki, þá 16. ára. Hún tók snemma þátt í hæfileikamóti KSÍ og úrtaksæfingum yngri landsliða.

Í byrjun árs 2019 sagði hún skilið uppeldisfélagið, enda hafði félagið þá ekki teflt fram liði í mfl. kvenna um nokkurt skeið. Hún sýndi fótboltalegan metnað sinn og gekk til liðs við úrvalddeildarfélag ÍBV og flutti til eyja. Hún spilað flesta leiki liðsins á undirbúningstímabilinu 2019 og spilaði sinn fyrsta leik í Pepsí-Max deildinni þá um sumarið. Alls á hún 11 leiki fyrir mfl. ÍBV í öllum mótum og einnig fjölda leikja með 2 fl.

Hún gekk tímabundið til liðs við Víking í byrjun sumars 2020 og spilaði nokkra leiki með 2.fl., en gekk þá aftur til liðs við uppeldisfélagið og spilaði með því í 2 fl. sumarið 2021. Hún var þar í lykilhlutverki og á meðal markahæstu leikmanna með 10 mörk. Víkingar hafa góða reynslu af því að vera með Vestfirðinga í sínum röðum og bjóða Hafdísi Báru velkomna til liðs við félagið.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar