fbpx

Gengið hefur verið frá samningi við Elmu Rún Sigurðardóttur

14. janúar 2022 | Knattspyrna
Gengið hefur verið frá samningi við Elmu Rún Sigurðardóttur
Elma Rún

Elma Rún hóf sinn knattspyrnuferil með Val og spilaði með þeim og síðar sameiginlegu liði Hlíðarendafélaganna Vals og KH upp í gegn um alla yngri flokka. Hún varð Reykjavíkurmeistari með 4. fl. bæði 2013 og 2014 og Íslandsmeistari fyrra árið. Hún varð svo Reykjavíkur og Íslandsmeistari með 3. fl. 2015. Það sumar spilaði hún einnig með sameiginlegu liði Vals og Þróttar í 2. fl. Hún spilaði svo með sameiginlegum liðum Vals og KH í 3. fl. sumarið 2016. Hún varð Íslandsmeistari með B-liði 2. fl. Vals 2017 og bikarmeistari með 2 fl. 2019.

John Andrews þjálfari meistaraflokks kvenna og Elma Rún

Elma gekk til liðs við Víking í byrjun árs 2020 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í Reykjavíkurmótinu og fyrsta leik á Íslandsmóti þá um sumarið. Alls á hún 21 leik í öllum mótum fyrir mfl. Víkings, en einnig nokkra leiki með 2.fl. Elma var drjúg í markaskorun fyrir yngri flokka Vals og hefur einnig skorað fyrir 2.fl Víkings og hún skoraði fyrsta sitt mark fyrir meistaraflokk kvenna í gær á móti Fjölni í Reykjavíkurmótinu. Víkingar óska Elmu Rún til hamingju með samninginn.