Víkingar í Helsinki – uppfært

Kæru EuroVikes. Eins og við staðfestum í gær þá mun heimaleikur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu fara fram fimmtudaginn 13.febrúar næstkomandi á Bolt Arena í Helsinki. Völlurinn tekur rúmlega 10.000 áhorfendur og gert er ráð fyrir ca. 800 aðdáendum Panathinaikos, það verður því nóg pláss fyrir Víkinga á Bolt Arena.

Leikdagur er staðfestur fimmtudaginn 13.febrúar en leiktíminn kemur formlega í ljós 31.janúar. Gert er ráð fyrir að um kvöldleik sé að ræða.

Fyrsti fundur með rekstraraðilum Bolt Arena er á morgun og að þeim fundi loknum er markmiðið að fyrirkomulag miðasölu verði komið á hreint. Miðasala hefst um leið og við erum komin með aðgang að miðasölukerfi HJK og unnið er út frá því að miðasalan hefjist í lok þessarar viku.

Því miður hefur okkur enn ekki reynst mögulegt að setja saman ferð á leikinn. Icelandair er að fylgjast vel með stöðunni og ætlar að gera sitt allra besta til að stækka vélar, bæta við flugum og svo frv. en það fer algjörlega eftir eftirspurn. Því mælum við með að bóka flug og gistingu við allra fyrsta tækifæri. Icelandair og Finnair eru bæði með beint flug frá Keflavík til Helsinki daglega.

Knattspyrnudeild Víkings er gríðarlega þakklát HJK Helsinki og öðrum félögum sem gerðu sitt besta til að aðstoða okkur og við hlökkum til að búa til fleiri EuroVikes augnablik með ykkur þegar við skrifum næsta kafla í sögunni.

Kæru Víkingar. Við höfum staðið frammi fyrir mun stærri og mun erfiðari áskorunum en að styðja EuroVikes í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Nú tökum við yfir Helsinki saman! KOMA SVO!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar