Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Björgvin Brimi Andrésson hefur hefur skrifað undir samning út árið 2029 við félagið. Björgvin er 17 ára, fæddur árið 2008 og er uppalinn hjá Gróttu. Björgvin Brimi á tvo leiki með KR (2024) í Bestu Deildinni en hann var þá aðeins 16 ára gamall. Björgvin lék með Gróttu á nýliðnu tímabili og skoraði 8 mörk í 20 leikjum fyrir liðið sem tryggði sér sæti í Lengjudeildinni á nýjan leik. Björgvin Brimi hefur spilað 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim tvö mörk.
Björgvin Brimi er teknískur leikmaður sem spilar framarlega á vellinum og getur spilað á kantinum eða sem framherji.
Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála, orðið.
Björgvin Brimi er spennandi leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með. Hann er snöggur, teknískur og getur leyst fleiri en eina stöðu. Við hlökkum til að fylgast með honum í Víkingstreyjunni og þróa hann sem leikmann. Hann er með alla burði til að verða frábær leikmaður fyrir Víking.
Íslandsmeistarar Víkings bjóða Björgvin Brima Andrésson í Hamingjuna ❤️🖤