Bjarki Björn Gunnarsson seldur til ÍBV

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að ÍBV og Víkingur hafa náð samkomulagi um kaup ÍBV á Bjarka Birni Gunnarssyni. Bjarki var á láni frá Víking hjá ÍBV tímabilin 2023 og 2024 við góðan orðstír. Hann lék upp alla yngri flokka Víkings og fyrir utan stutt stopp í Haukum, Þrótti Vogum og Kórdrengjum hefur hann verið hér í Víkinni allan sinn feril. Bjarki lék 4 leiki fyrir meistarflokk Víkings.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála orðið.

Bjarki er uppalinn Víkingur og frábær fótboltamaður, gott auga fyrir spili og  getur leyst margar stöður. Hann hefur frábæra vinstri löpp og er gríðarlega fastur fyrir. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár en við erum virkilega spennt að fylgjast með honum og efumst ekki um að hann slái í gegn hjá ÍBV.

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Bjarka fyrir framlag sitt til félagsins og um leið óskum við honum góðs gengis í búningi ÍBV.

Aðrar greinar

Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagný Rún Pétursdóttir framlengir til loka árs 2027

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Styrktarnámskeið Víkings og Elite þjálfunar fyrir yngri flokka

Lesa nánar