Atli Þór Jónasson í Hamingjuna

Knattspyrnudeild Víkings og HK hafa komist að samkomulagi um kaup á Atla Þór Jónassyni (2002). Atli er framherji og uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK. Hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum fyrir HK í fyrra og í fersku minni er fernan sem hann setti á móti okkur í Bose mótinu seint á síðasta ári.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víking orðið:

Atli er gríðarlega spennandi leikmaður með mjög sérstaka kosti og á mikið inni að okkar mati. Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða. Þrátt fyrir mikla hæð er hann mikill íþróttamaður og ég er gríðarlega spenntur að fá hann í hópinn. Við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.

Knattspyrnudeild Víkings býður Atla Þór hjartanlega velkominn í Hamingjuna! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Óskar Borgþórsson til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Einar Guðnason tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Víkings og ársreikningar 2024

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Breytingar í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Dagbjört Lena ráðin Íþróttafulltrúi Víkings

Lesa nánar