Andela Jovanovic ráðin rekstrarstjóri Víkings

Andela Jovanovic hefur verið ráðin í stöðu rekstrarstjóra Knattspyrnufélagsins Víkings. Í starfi sínu mun Andela fara með yfirumsjón með aðstöðu og eignum Víkings, innan sem utandyra, í Safamýri og í Víkinni. Felur það í sér stjórn vaktaskipulags starfsmanna húsa Víkings, umhirðu, hreinlæti og viðhald fasteigna ásamt umsjón veislusala Víkings. Andela, sem er 28 ára gömul, hefur starfað fyrir Víking undanfarin þrjú ár við góðan orðstír, að hluta til sem rekstrastjóri í Safamýri. Andela tekur nú við rekstrarstýringu mannvirkja félagsins í heild.

Ráðning á Andelu í starf rekstrarstjóra Víkings fellur vel að framtíðarhugmyndum um samþættingu íþróttamannvirkja Víkings í Safamýri og í Víkinni. Mikil ánægja er innan Víkings með ráðningu Andelu og óskum við henni til hamingju með starf Víkings.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Linda Líf til Kristianstads DFF

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar