Almenn mótsmiðasala er byrjuð!

Kæru Víkingar. Eins og fram hefur komið þá mun Heimavöllur Hamingjunnar flytjast tímabundið á Kópavogsvöll dagana 24.október, 7.nóvember og 12.desember.

Eins og ársmiðahafar sáu í gær þá er miðasalan aðeins frábrugðin því sem við þekkjum frá heimaleikjum í undankeppni Sambandsdeildarinnar.  Nú eru til sölu svokallaðir „Mótsmiðar“ sem gilda þá á alla 3 heimaleiki Víkings í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en aðeins 304 slíkir miðar eru í boði og verða þeir allir í hólfi A.

  • Mótsmiði fyrir fullorðna kostar 5.990 (3 leikir) og 990 fyrir börn (3 leikir).
  • Stakur miði á 1 leik kostar 3.000 og 500 fyrir börn.

Almenn mótsmiðasala er byrjuð á Stubb og með því að smella hér en mótsmiðasalan endar á miðnætti í kvöld – 16.október.

Almenn miðasala á leikinn gegn Cercle Brugge hefst svo kl. 12:00 á föstudag, 18.október.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Óskar Borgþórsson til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Einar Guðnason tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Víkings og ársreikningar 2024

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Breytingar í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Dagbjört Lena ráðin Íþróttafulltrúi Víkings

Lesa nánar