Frá vinstri : John Andrews og Inga Sóley Pétursdóttir og svo John Andrews og Tara Dís Ármann

Afhending verðlauna eftir tímabilið hjá U-20 liði Víkings

Í gærkvöldi veitti John Andrews, aðalþjálfari meistaraflokks, verðlaun fyrir hönd Knattspyrnudeildar Víkings fyrir besta leikmann og efnilegasta leikmann U20 liðs okkar Víkinga.

Tara Dís Ármann (2006) var valin besti leikmaður ársins og við gefum John Andrews orðið.

Tara er eldfljót og getur búið til eitthvað upp úr engu. Markahæst í U20 og er byrjuð að banka á dyrnar hjá Meistaraflokki. Frábær leikmaður og liðsmaður. Vel gert Tara!


John og Tara

Einnig voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta leikmann U20 og þar varð Inga Sóley Pétursdóttir (2007) fyrir valinu. Gefum John aftur orðið.

Inga er leikmaður með frábæra tæknilega getu og hefur bætt sig mikið með því að leggja hart að sér á æfingum. Með sama áframhaldi getur Inga Sóley orðið frábær leikmaður og vonandi mikill fengur fyrir Víking í framtíðinni.


John og Inga Sóley

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar