fbpx

Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingahópur – U16 ára landslið kvenna

15. nóvember 2022 | Knattspyrna
Æfingahópur – U16 ára landslið kvenna

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem æfir dagana 23.-25. nóvember. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ.

Víkingur á tvo fulltrúa í hópnum en þær Freyja Stefánsdóttir & Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir hafa verið valdar í hópinn.

Við erum hrikalega stolt af þessum efnilegu leikmönnum okkar og óskum þeim góðs gegnis í verkefninu.