Nadía Atladóttir skrifar undir til 2025

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Nadíu Atladóttur

Nadía Atladóttir er fyrirliði meistaraflokk kvenna sem situr á toppi Lengjudeildarinnar  og er einnig komið í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.

Þessi öflugi framherji hefur nú framlengt samninginn sinn við Víking út keppnistímabilið 2025 og mun því spila með okkur næstu tvö árin til viðbótar hið minnsta.

Þjálfari meistaraflokk kvenna, John Andrews sagði: Gríðarlega sterkt fyrir félagið að Nadía framlengir. Nadía er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur og hefur skorað mikið af mörkum fyrir félagið undanfarinn ár. Ég er mjög ánægður að Nadía verði hjá félaginu allavega tvö ár í viðbót.

Nadía Atladóttir gekk til liðs við okkur Víkinga árið 2020 og hefur leikið með okkur síðan. Hún er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem hefur spilað 73 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 42 mörk.

Frábærar fréttir fyrir okkur Víkinga og óskum við Nadíu til hamingju með nýja samninginn!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar