fbpx

Leikmaður mánaðarins KK: kjóstu hér

5. júlí 2023 | Knattspyrna
Leikmaður mánaðarins KK: kjóstu hér

Fjórir leikmenn hafa verið tilnefndir sem Shake&pizza leikmaður mánaðarins hjá karlaliði Víkings fyrir júní mánuð.

Ingvar Jónsson, Markmaður:
hefur verið einn besti markamaður á landinu í sumar og er kominn með samtals 8 hrein lök í deildinni í 14 leikjum. Ingvar átti góðan mánuð í júní en hann byrjaði alla leikina í Bestu deildinni og átti mikilvægar vörslur sem hjálpaði liðinu að tryggja 10 stig af 12 mögulegum í júní.

7. Erlingur Agnarsson, Sóknarmaður:
byrjaði alla 4 leikina í deildinni og kom inná sem varamaður í leiknum gegn Þór í Mjólkurbikarnum. Erlingur átti mjög góðan leik gegn Fram þar sem hann skoraði gott mark. Erlingur hefur verið mjög mikilvægur í uppspili Víkings sóknarlega í júní sem hafa skilað mörk fyrir liðið.

Danijel Dejan Djuric, Sóknarmaður:
byrjaði alla leiki Víkings í deild og bikar. Hann hefur spilað gríðarlega vel í júní og skorað 3 mörk í deildinni í fjórum leikjum. Danijel átti góðan leik gegn Breiðablik í byrjun mánaðar þar sem hann skoraði fyrsta mark okkar Víkinga. Danijel er mjög góður með boltan og góður að taka menn á í 1 á 1.

Matthías Vilhjálmsson, Sóknarmaður:
Matti Villa hefur komið sterkur inn í Víkingsliðið og átti frábæran mánuð að baki. Hann hefur verið að leysa marga stöður á vellinum og hefur leyst allar stöðurnar mjög vel. Hann hefur legið aftarlega á miðjunni með Pablo en í þeim leikjum sem hann hefur spilað sem fremsti maður hefur hann skilað mörkum.

Hér fyrir neðan getur þú kosið þinn leikmann mánaðarins. Kosningu lýkur miðvikudaginn 5. júlí klukkan 16:00.

Leikmaður mánaðarins júní - KK

Leikmaður Meistaraflokk Karla - Maí
This field is for validation purposes and should be left unchanged.