Leikmaður mánaðarins KVK: kjóstu hér
4. júlí 2023 | KnattspyrnaFjórir leikmenn hafa verið tilnefndar sem Shake&pizza leikmaður mánaðarins hjá kvennaliði Víkings fyrir júní mánuð.
Katla Sveinbjörnsdóttir, Markmaður:
Byrjaði alla 7 leiki Víkings í júní og átti nokkra stórleiki. Hún átti mikinn þátt í sigrunum gegn Selfoss og FH sem hefur tryggt okkar alla leið í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli í bikarnum ásamt því að hafa átt nokkrar stórar vörslur í sigri gegn HK í deildinni. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul hefur hún verið ein af bestu markmönnum deildarinnar í sumar.
Emma Steinsen Jónsdóttir, Varnarmaður:
Hefur byrjað alla leikina í Júní. Hún spilar sem hægri bakvörður og átti mjög góða leiki í júní. Hún átti stórleik gegn FH þegar við tryggðum okkur í úrslitin og lagði m.a. upp sigurmarkið á Sigdísi á 84. mínútu leiksins. Emma er þekkt fyrir mikinn hraða og góðan sendingarfót sem skapar mikla hættu í teig andstæðingana.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, Varnarmaður:
Kom til landsins í lok maí og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking í 0-5 sigri gegn KR þann 13. júní síðastliðinn. Hún hefur komið gríðarlega vel inn í liðið og myndað sterkt varnarpar með Ernu Guðrúnu. Kolbrún Tinna var í byrjunarliðinu í sterkum sigrum gegn HK í deildinni, FH & Selfoss í bikarnum og átti þar frábæra leiki í vörninni.
Sigdís Eva Bárðardóttir, Sóknarmaður:
Átti stórkostlegan mánuð að baki. Sigdís skoraði öll fjögur mörk Víkinga í Mjólkurbikarnum gegn Selfossi og FH sem tryggði okkar í úrslit bikarsins ásamt því að hafa skorað þrjú mikilvæg mörk í deildinni. Sigdís sem er ennþá aðeins 16 ára gömul var valin í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt á lokamóti EM seinna í þessum mánuði efti frammistöðuna sína í sumar.
Hér fyrir neðan getur þú kosið þinn leikmann mánaðarins. Kosningu lýkur miðvikudaginn 5. júlí klukkan 16:00.