Bergdís & Sigdís í hópnum sem tekur þátt í lokakeppni EM

Margrét Magnúsdóttir, U19 ára landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 20 leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 í Belgíu dagana 18. – 30. júlí.

Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi.

U19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti á lokamót EM með 2-1 sigri á Svíþjóð í milliriðlinum fyrir EM þann 10. apríl síðastliðinn en fyrr í sömu vikunni sigraði liðið England 1-0 og sigraði því riðil sem innihélt England, Ungverjaland og Tyrkland.

Bergdís Sveinsdóttir & Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmenn Víkings hafa verið valdar í hópinn sem tekur þátt en Bergdís og Sigdís eru fædddar árið 2006 og eru því á 17 aldurs ári. Þær eru hafa báðar spilað stór hlutverk með serku liði Víkings í sumar sem situr á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna.

Við óskum Bergdísi og Sigdís innilega til hamingju með valið og óskum þeim og U19 ára landsliðinu góðs gengis.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar