Tveir leikmenn valdir í U21 árs landsliðið
7. júní 2023 | KnattspyrnaDavíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla herfur valið hóp sem mætir Austurríki þann 16. júní og Ungverjalandi 19. júní í vináttuleikjum. Leikirnir fara fram á Stadion Wiener Neustadt í Austurríki og Bozsik Aréna í Ungverjalandi.
Þeir Ari Sigurpálsson & Danijel Dejan Djuric hafa verið valdir í hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands.
Danijel hefur leikið samtals 44 leiki fyrir yngri landslið Íslands og á einnig 3 A landsleiki fyrir Íslands hönd, Ari Sigurpálsson á samtals 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Danijel og Ari hafa spilað mjög vel frá komu þeirra til félagsins og eru lykilleikmenn í Víkingsliðinu.
Við óskum þeim Ara & Danijel innilega til hamingju með valið