fbpx

Boltaskóli barnanna 2023

6. júní 2023 | Knattspyrna, Félagið, Uncategorized
Boltaskóli barnanna 2023

Víkingur mun í sumar bjóða uppá boltanámskeið fyrir krakka fædda 2019 og 2020. Tilgangurinn með námskeiðinu er að kynna okkar yngsta fólki fyrir fótbolta og leyfa þeim að spreyta sig á Víkingssvæðinu. Allir æfingar verða á miðvikudögum kl 17:00 á æfingagrasinu í Víkinni, sex skipti talsins. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 5. júlí. Þjálfari er Marteinn Briem og mun hann njóta aðstoðar iðkenda á unglingsaldri í félaginu. Æfingar: 5, júlí, 12. júlí, 19. júlí, 9. ágúst, 16. ágúst og 23. ágúst.

Skráning hefst föstudaginn 9. júní klukkan 10:00 og fer fram á Sportabler hér

Takmörkuð pláss í boði.