Gísli Gottskálk fer á EM U19 ára landsliðsins

Ólafur Ingi Skúlason, U19 ára landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 21 leikmenn sem spilar fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 á Möltu dagana 3. – 16. júlí.

Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.

Íslenska U19 ára landslið karla í fótbolta tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu í fyrsta skiptið eftir 0-2 sigri gegn Ungverjum í lok mars.  Fyrr í sömu vikunni sigraði liðið England 1-0 og sigraði því riðil sem innihélt England, Ungverjaland og Tyrkland

Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings hefur verið einn af þeim leikmönnum sem hefur verið valinn í hópinn en Gísli gekk til liðs við okkur Víkinga seinasta sumar frá Bologna og hefur komið gríðarlega vel inn í hópinn. Hann var m.a. í byrjunarliði Víkings gegn Breiðablik í meistara meistaranna í byrjun apríl.

Við óskum Gísla innilega til hamingju með valið og óskum honum og U19 ára landsliðinu góðs gengis á komandi móti.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar