Ungir leikmenn skrifa undir samning

Knattspyrnudeild Víkings hefur gert samning við tvo unga og uppalda leikmenn til tveggja ára.  Daði Berg Jónsson og Sindri Björn Hjaltested skrifuðu undir samning við félagið í vikunni en þeir koma upp úr yngri flokkum félagsins.

Daði Berg er efnilegur miðjumaður sem skilur leikinn vel og er mikill karakter. Hann hefur einnig mikið markanef og hefur verið lykilmaður 2. flokks á þessari leiktíð. Daði fór með meistaraflokki í æfingaferð til Tyrklands fyrr í vetur og stóð sig mjög vel.

Sindri Björn er naglharður varnarmaður eða djúpur miðjumaður sem elskar að berjast og hafa fyrir hlutunum. Auk þess er hann að sjálfsögðu frábær fótboltamaður. Sindri er líkt og Daði algjör lykilmaður í 2.flokknum.

Það hefur aldrei verið erfiðara en núna að brjóta sér leið inn í meistaraflokkinn okkar en við höfum trú á því að þessir strákar séu tilbúnir að leggja nógu mikið á sig til þess að vera leikmenn framtíðarinnar.

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta Daði & Sindra til næstu ára. 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar