Núna rétt í þessu var dregið í átta-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Það voru sex lið úr Bestu deildinni í pottinum ásamt tveimur liðum úr Lengjudeildinni.
Við förum í heimsókn til Akureyrar og mætum Lengjudeildar liðinu Þór en leikurinn verður spilaður þriðjudaginn 6. júní kl 17:30 á Þórsvelli.
Þór tryggði sér farseðilinn í 8 liða úrslitin með því að sigra Leikni R. 3-1 í 16 liða úrslitum.