Freyja Stefánsdóttir framlengir við Víking

Freyja Stefánsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025.

Freyja var í fyrra yngsti leikmaður í sögu Víkings til að skrifa undir samning við félagið. Freyja er uppalinn leikmaður og hefur unnið marga titla með yngri flokkum félagsins.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður hefur í vetur stigið sín fyrstu skref fyrir meistaraflokk félagsins, spilað 9 leiki og skorað í þeim tvö mörk. Einnig spilaði Freyja sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur hún nú leikið 4 leiki með u17 ára landsliði Íslands og skorað 1 mark.

Það verður gaman að fylgjast með Freyju á vellinum í sumar með sterku Víkingsliði sem ætlar sér stóra hluti í Lengjudeildinni.

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta Freyju til næstu ára. 

Aðrar greinar

Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar