fbpx

Drátturinn í bikarnum: Grótta kemur í heimsókn

26. apríl 2023 | Knattspyrna
Drátturinn í bikarnum: Grótta kemur í heimsókn

Víkingur mun mæta Gróttu í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla, en drátturinn fór fram í hádeginu á Laugardalsvelli. Leikið verður eina umferð og fer leikurinn fram þann 18. maí næstkomandi kl 17:00 á Víkingsvelli.

Grótta tryggði sér farseðilinn í 16 liða úrslitin með því að sigra KH 4-3 í 32 liða úrslitum en það var lánsmaður frá okkur Víkingum, Sigurður Steinar Björnsson sem skoraði fjórða mark Gróttu í leiknum og tryggði liðinu áfram á 86. mínútu.

Víkingur og Grótta mættust í vetur í Lengjubikarnum og þá hafði Víkingur betur 1-0 en það var Helgi Guðjónsson sem skoraði mark Víkinga á 11. mínútu.

Næstu fimm leikir

29 Apr – KA ( Víkingsvöllur kl 17:00 )
4 Maí – Keflavík ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
8 Maí – ÍBV ( Hásteinsvöllur kl 18:00 )
14 Maí – FH ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
18 Maí – Grótta ( Víkingsvöllur kl 18:00 )

Dagskrá fyrir komandi leiki er birt með fyrirvara um breytingar.