Fossvogshlaupi Hleðslu 2020 aflýst
3. maí 2021 | AlmenningsdeildAlmenningsíþróttadeild Víkings og framkvæmdaraðilar Fossvogshlaups Hleðslu hafa ákveðið að aflýsa hlaupinu í ár en til stóð að halda viðburðinn þann 27. ágúst n.k.
Fossvogshlaup Hleðslu hefur verið eitt af vinsælustu götuhlaupum Íslands undanfarin ár og þátttakendur að jafnaði verið um 500-700 talsins. Í ljósi hertari samkomureglna og tilmæla frá Almannavörnum vegna Covid-19 er óskynsamlegt að boða til viðburðarins um þessar mundir þar sem hópamyndun, sem fylgir óhjákvæmilega almenningshlaupum, getur aukið hættu á smiti af völdum veirunnar.
Öryggi og heilsa þátttakenda, sjálfboðaliða og starfsmanna hlaupsins er algjört lykilatriði og til að sýna ábyrgð í verki tilkynnist það hér með að Fossvogsvogshlaupi Hleðslu 2020 er aflýst. Skipuleggjendur horfa bjartsýnir til framtíðar og hlakka til að hlaupa með sem flestum að ári. Almenningsíþróttadeild Víkings