fbpx

Guð­mundur Stephen­sen Ís­lands­meistari í borð­tennis

6. mars 2023 | Borðtennis
Guð­mundur Stephen­sen Ís­lands­meistari í borð­tennis
Guð­mundur Stephen­sen

Guðmundur Eggert Stephensen, leikmaður Víkings snéri aftur á Íslandsmótið í borðtennis í dag eftir tíu ára fjarveru og gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í einliðaleik á ferlinum.

Þrátt fyrir að hafa ekki keppt á Íslandsmótinu í borðtennis í áratug hefur Guðmundur greinilega engu gleymt. Hann mætti Inga Darvis Rodriguez í undanúrslitum og hafði þar betur 4-0 áður en hann hafði betur gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni í úrslitaviðureigninni, einnig 4-0.

Guðmundur vann því allar átta hrynurnar sem hann lék í dag, þar af vann hann lokahrynuna gegn Magnúsi 11-2.

Klárlega erfiðasti titill sem ég hef unnið hingað til í mínu lífi íþróttalega séð. Þó ég hafi unnið alla 4-0 þá segir það ekki allt. Fann það bara í upphafi mótsins að ég var að spila fyrir eitthvað annað en sjálfan mig, ég var bara hræddur við að tapa. Ég náði að breyta hugarfarinu í dag og hafa gaman af því að spila

  • sagði Guðmundur í samtali við Rúv

Eins og áður segir er þetta 21. Íslandsmeistaratitill Guðmundar, en hann vann titilinn hvorki meira né minna en tuttugu sinnum í röð frá 1994 til 2013.

Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með sinn 21. Íslandsmeistaratitil